Search for European Projects

Social sustainability / samfélagsleg sjálfbærni
Start date: May 1, 2016, End date: Sep 30, 2016 PROJECT  FINISHED 

Verkefnið nefnist "samfélagsleg sjálfbærni" eða Social sustainability og er í samstarfi fjögurra hópa frá Íslandi, Danmörku, Englandi og Noregi. Verkefnið og feril þess verður hannaður af Kaospiloterunum Björt Sigfinnsdóttur og Hilmari Guðjónssyni. Almennt er viðurkennt að núverandi framganga mannsins á jörðinni beri skýr merki ósjálfbærni. Verkefni jarðarbúa felst í því að breyta hugsun sinni og athöfnum þannig að takmörk náttúrunnar séu virt bæði í orði og í verki. Í þessu felst kjarni hugtaksins sjálfbærni. Við ætlum að skoða hugtakið í samfélagslegu samhengi, kafa ofan í merkingu þess og vekja bæði meðvitund og ábyrgðartilfinningu hjá þeim sem taka þátt í verkefninu. Í gegnum samræðuna kynnumst við nýjum sjónarhornum, ræðum hvernig okkar sýn hefur mótast í gegnum tíðina og leyfum mismunandi menningarheimum að renna saman. Við lærum um sjáfbærni samfélga og verðum vonandi meðvitaðri um hvenær og hvernig við vinnum að eflingu sjálfbærs samfélags, sem einstaklingar, sem hópur og jafnvel í víðara samhengi sem þjóð eða heimsálfa. Verkefnið verður unnið á þremur dögum og hefst 7. júlí með því að hóparnir aka saman frá Reykjavík til Seyðisfjarðar. 8. júlí hefst svo hin eiginlega vinna sem Björt og Hilmar stýra.Hver og einn tekur síðan þátt í fimm daga löngum listasmiðjum LungA sem lýkur með stórkostlegri sameiginlegri sýningu allra listasmiðjanna. Verkefnið fer fram á Seyðisfirði, litlum bæ í einum af austfjörðum Íslands dagana 7. - 17. júlí 2016. Þátttakendur koma úr skólum á sviði lista- framkvæmda- og frumkvöðlafræði frá Danmörku, Englandi, Noregi og Íslandi, 64 ungmenni alls. Verkefnið verður framkvæmt samhliða LungA hátíðinni og gefur þeim kost á að taka þátt í listasmiðjum LungA þar sem boðið er upp á óformlega menntun á sviði sjö mismunandi listgreina. Verkefnið mun efla hæfni þátttakenda í að vinna saman í hóp og verða til þess að hver og einn verður virkari í félagslegu tilliti. Það mun klárlega lifa með þeim langt inn í framtíðina og vonandi bæta lífið

Looking for a partnership?
Have a look at
Ma Région Sud!
https://maregionsud.up2europe.eu

Coordinator

Details

3 Partners Participants