Search for European Projects

Learn and share
Start date: Jun 1, 2014, End date: May 31, 2016 PROJECT  FINISHED 

Tveir kennarar og skólastjóri Byggingatækniskólans fóru til Learnmark í Horsens í febrúar 2015 til að funda með kennurum og deildarstjórum og undirbúa komu nemendahóps frá Byggingatækniskólanum. Þau fengu ítarlega kynningu á námskrá skólans, kennsluaðferðum og starfsþjálfunaraðferðum. Kennari í gull- og silfursmíði fór til EUC Lillebælt í maí 2015 til þess að taka þátt í hópvinnu og umræðum með kennurum skólans og undirbúa heimsókn nemenda Tækniskólans. Hún tók einnig fjögurra daga námskeið í afsteypugerð og "repossé" við skólann og kynnti sér uppsetningu náms og námskrár með þróun námskrár í Tækniskólanum í huga. Verkefnastjóri nýs náms í vefþróun heimsótti Köbenhavns Erhvervsakademi (KEA) í maí til þess að ræða mögulegt samstarf Tækniskólans og KEA. Einnig var rætt um markaðsetningu námsins við skólann og námskrá skólans kynnt ítarlega. Mikil ánægja var með fundina. Kennari sem sinnir félagsmálum nemenda við Tækniskólann og atvinnulífstengill skólans heimsóttu Köbenhavns Tekniske skole (KTS) í maí til að ræða markaðsetningu, almannatengsl og eflingu félagslífs nemenda. Rætt var um félagsmál nemenda í skólum þar sem margar ólíkar greinar eru kenndar. Bókasafnsfræðingur og verkefnastjóri fóru til Malmö í maí og heimsóttu skólabókasöfn. Rætt var um aðferðir til að virkja nemendur í námi og hvernig bókasöfnin gætu unnið að því að stuðla að minna brottfalli nemenda. Einnig voru almenningsbókasöfn og skólabókasöfn í Kaupmannahöfn heimsótt með áherslu á að fræðast um samstarf milli skólabókasafna og almenningsbókasafna. Kennari í fataiðn fór í vikuferð til Skals í Danmörku á námskeið í leðursaum og –hönnun en til stendur að bjóða upp á kennslu í leðurvinnslu á fataiðnbraut Tækniskólans. Kennarinn var ánægður með ferðina og er nú tilbúinn til að takast á við kennslu í greininni. Tveir kennarar hönnunarbraut fóru til Skotlands að kynna sér kennslu í hönnun við Glasgow School of Art. Verið er að breyta kennslu á hönnunarbraut Tækniskólans og ferðin var liður í vinnu við nýja námskrá og endurskipulagninu námsins, m.a. hugmyndum um að þætta kennslu í hönnun og nýsköpun inn í aðrar kennslugreinar. Kennararnir voru ánægðir með ferðina og komu heim með margar nýjar hugmyndir sem munu nýtast við kennslu á nýrri námsbraut í hönnun og nýsköpun. Kennari í skipstjórn fór til Austervoll í Noregi að kynna sér kennslu og námskrá í skipstjórnargreinum. Hugmyndin er að koma á nemendaskiptum milli skólanna. Ferðin tókst vel og væntanlega verður meira úr samstarfi milli þessara skóla í framtíðinni. Kennarar í Hársnyrtiskólanum fóru á sitt hvort námskeiðið til Svíþjóðar þar sem kenndar voru nýjungar í herraklippingum. Annar kennarinn heimsótti einnig hársnyrtistofur þar sem eingöngu er notast við náttúrulegar hársnyrtivörur, svo kallaðar “grænar stofur” en við hér á landi erum töluvert á eftir nágrannalöndunum þegar kemur að notkun umhverfisvænna efna í hársnyrtingu. Ferðin stóð í fimm daga, hún þótti heppnast vel og markmiðum hennar var náð. Seinni ferðin var farin hálfu ári síðar á framhaldsnámskeið í herraklippingum. Tveir nemendur fóru til Milanó í apríl til að sitja alhliða námskeið í gerð brúðarkjóla og annar nemandi fór til Milanó í apríl til að sitja ítarlegt námskeið um skóhönnun. Þrír nemendur fóru til Mílanó að sitja námskeið í hönnun undirfata. Allir nemendurnir lærðu við Istituto di Moda Burgo en nemendur Tækniskólans hafa áður sótt námskeið á þeirra vegum og verið mjög ánægðir með nám og skipulag. Átta nemendur í húsasmíði fóru til Learnmark Horsens og á vinnustaði á svæðinu í lok apríl til að læra nútímalega og hefðbundna tækni og aðferðir. Fimm nemendur í tækniteiknun fóru til Aarhus Tech og heimsóttu fyrirtæki í borginni í lok apríl til að kynna sér og læra nýjar og hefðbundnar starfsaðferðir. Einn kennari fylgdi hvorum hóp. Nemandi í húsgagnasmíði fór til Danmerkur í lok maí til að starfa hjá húsgagnasmíðafyrirtæki og læra um framleiðslu og frágang stóla. Markmiðið var að kynna sér tækni sem notuð er hjá fyrirtækinu og kynnast bæði hefðbundnum og nútímalegum aðferðum. Einn nemandi fór til London í þrjá mánuði og tók lögbundið starfsnám sitt á saumastofu sem hannar og saumar brúðarkjóla. Einn nemandi fór til London í tæpa fjóra mánuði og vann þar hjá tveimur fyrirtækjum. Fyrra fyrirtækið stóð ekki undir þeim væntingum og kröfum sem nemandinn og Tækniskólinn höfðu gert og hætti hann því eftir um tvær vikur og fór að vinna hjá öðru fyrirtæki sem áður hefur tekið nemendur frá Tækniskólanum. Fimm nemendur Hönnunarbrautar heimsóttu skóla og söfn í Kaupmannahöfn og nágrenni. Nemendur fengu að kynnast námi í hönnun, þau sátu kennslustundir og heimsóttu söfn þar sem tekið var á móti þeim og þau fengu leiðsögn sérsniðna að sínu námi. Mikil ánægja var með ferðina meðal nemenda sem héldu fyrirlestur og myndasýningu fyrir samnemendur og kennara að henni lokinni.

Looking for a partnership?
Have a look at
Ma Région Sud!
https://maregionsud.up2europe.eu

Coordinator

Details

7 Partners Participants